Skagakona kemur við sögu á lista leitarvélarinnar Google yfir þau orð eða nöfn sem hafa aukist mest í vinsældum á leitarvélinni á árinu 2019.
Á meðal vinsælustu leitarorða Íslendinga á Google á árinu 2019 eru orð á borð við lúsmý, Hatari og Notre Dame. Bardagakappinn Gunnar Nelson er sá Íslendingur sem flestir flettu uppá á netinu.
Sjónvarpsstjarnan og Skagakonan Eva Laufey Kjaran Hermansdóttir er í fjórða sæti á lista yfir nöfn þeirra Íslendinga sem flestir flettu upp á Google á árinu.
Eva Laufey starfar hjá sjónvarpsstöðinni Sýn. Þar hefur hún stýrt fjölmörgum verkefnum og þar á meðal hinum vinsæla Ískápastríði í samvinni við Guðmund Benediktsson.
Eva Laufey hefur einnig verið með matreiðsluþætti, stýrt Allir getað dansað, verið með innslög í Íslandi í dag – auk þess að skrifa bækur um matreiðslu.
Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er í efsta sæti og hljómsveitin Hatari kemur þar á eftir. Einn vinsælasti sjónvarpsþáttur allra tíma, Game of Thrones, er í þriðja sæti.
Listinn yfir vinsælustu leitarorðin hér á landi á árinu:
Ed Sheeran
Hatari
Game of Thrones
Cameron Boyce
Notre Dame
Chernobyl
Lúsmý
Madonna
Mislingar
Luke Perry
Gunnar Nelson tók við efsta sætinu á lista Íslendinga hjá Google af knattspyrnumanninum Rúrik Gíslasyni.
Listi yfir nöfn þeirra Íslendinga sem flestir flettu upp á Google á árinu:
Gunnar Nelson
Ægir Ib-Wessman
Halli Reynis
Eva Laufey
Nanna Kristín Magnúsdóttir
Gísli Þór Þórarinsson
Friðrik Ómar
Þorsteinn Már Baldvinsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson
Hera Björk