Jólaandinn sveif yfir vötnum í Brekkubæjarskóla


Nemendur í níunda og tíunda bekk Brekkubæjarskóla héldu á síðustu dögum fyrir jólafrí markað þar sem ýmislegt var til sölu.

Markaðinn sáu þau alfarið um sjálf og seldu þar meðal annars smákökur, jólaskraut og jólakort.

Tilgangurinn var að safna peningum til að styrkja bágstadda með Sönnum gjöfum frá UNICEF.

Þegar búið var að gera upp að loknum markaði ákváðu nemendur að kaupa vatnsdælu sem útvegar heilu þorpi hreint vatn.

Einnig keyptu þau nokkur hundruð pakka af jarðhnetumauki en þrír slíkir pakkar er dagskammur fyrir eitt vannært barn.

Jólaandinn hefur því svo sannarlega svifið yfir vötnum í Brekkubæjarskóla.