Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.
Kraftlyftingamaður ársins: Alexander Örn Kárason
Alexander er fæddur árið 1998. Hann æfir kraftlyftingar hjá Kraftlyftingafélagi Akraness. Þetta er fyrsta árið hans í kraftlyftingum og má með sanni segja að hann hafi tekið það með trompi. Eftir árið er hann í 4. sæti í karlaflokki á stigum á styrkleikalista Kraftlyftingasambandsins sem verður að teljast frábær árangur fyrir þennan unga og efnilega nýliða.
Á árinu setti Alexander 10 Íslandsmet í unglinga- og opnum flokki og standa sex af þeim ennþá í dag. Hann tryggði sér rétt til þátttöku á HM og EM unglinga á næsta ári og hefur verið valinn í landslið Íslands fyrir árið 2020.
Alexander er góður félagi og frábær fyrirmynd fyrir unga og efnilega kraftlyftingamenn og konur og þykir nokkuð ljóst að hann mun fara alla leið.
Helstu afrek Alexanders á árinu:
- Íslandsmeistari unglinga í klassískum kraftlyftingum í -93 kg flokki.
- Íslandsmeistari unglinga í klassískum kraftlyftingum óháð þyngdarflokki.
- Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum í -93 kg flokki.
- Íslandsmeistari í réttstöðulyftu í -93kg flokki.
Hvernig stendur Alexander á landsvísu?
- Alexander er í 4. sæti á lista Kraftlyftingasambandsins í karlaflokki óháð aldri og þyngd.