Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.
Íþróttamaður Þjóts: Emma Rakel Björnsdóttir
Emma Rakel er fædd árið 1979 og er fædd og uppalin Skagamaður. Emma æfir boccia og sund með íþróttafélagi Þjóts og hefur verið virkur iðkandi frá stofnun Þjóts.
Emma hefur staðið sig mjög vel á árinu. Emma keppti á þremur mótum í boccia árið 2019. Eitt af því var Íslandsmót ÍF í boccia (einstaklingskeppni) þar sem Emma lenti í 3. sæti í 2. deild.
Emma hefur stundað íþróttirnar af kappi og sýnt framfarir á árinu. Emma er góður liðsmaður og er iðin við að aðstoða aðra.
Við óskum Emmu Rakel til hamingju með árangurinn.
Helstu afrek Emmu Rakelar á árinu:
- Þriðja sætið í 2.deild – Íslandsmóti ÍF í boccia einstaklingskeppni.