Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.
Knattspyrnukona ársins: Fríða Halldórsdóttir
Fríða er fædd árið 2000 og hefur verið einn af burðarásum liðsins undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur.
Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún leikið 64 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim 4 mörk.
Hún er mikil keppnismaður og hefur mikinn metnað sem smitar út í leikmannahópinn.
Fríða er mjög sterk í sinni stöðu og mun verða lykilleikmaður á næstu árum hjá félaginu.
Helstu afrek Fríðu á árinu:
- Fríða var lykilmaður í mfl. kvenna á árinu.
- Hún lék 18 leiki í Inkassodeildinni og skoraði í þeim 2 mörk.
- Einnig lék hún 3 leiki í Mjólkurbikarkeppninni og skoraði 1 mark.
- Var lykilleikmaður í mjög svo ungu liði Skagamanna og hennar styrkur hafði mikið að segja í baráttu liðsins um að halda sæti sínu í deildinni í lokin.
Hvernig stendur Fríða á landsvísu?
- Fríða hefur leikið 3 U-19 landsleiki og 5 U-16 landsleiki.