Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.
Fimleikamaður ársins: Sóley Brynjarsdóttir
Fimleikafélag Akraness tilnefnir Sóleyju Brynjarsdóttur fimleikakonu ársins 2019. Sóley er fædd árið 2001 og er uppalin í félaginu. Hún æfir hópfimleika með meistaraflokki FIMA og er fastamaður í liðinu.
Sóley er metnaðargjörn og dugleg. Hún er smitar jákvæðni út í hópinn og er ómissandi í liði sínu hvað varðar liðsanda og er liðsfélögum sínum mikil hvatning. Sóley er ein af elstu iðkendum félagsins og á hún bjarta framtíð í greininni. Sóley þjálfar einnig yngri flokka hjá félaginu með miklum mentaði og góðum árangri. Hún er vel liðin af iðkendum, samstarfsmönnum og liðsfélögum. Sóley er frábær fimleikakona og fyrirmynd og er vel að titlinum komin.
Helstu afrek Sóleyjar á Íslandi á árinu:
- Fastamaður í meistaraflokki FIMA í A-deild.
- Í liði FIMA sem sigraði GK deildarmeistaramótið.
- Þriðja sæti í meistaraflokki á Íslandsmótinu með liði FIMA.
- Fjórða sæti á WOW bikarmóti með liði FIMA.
Hvernig stendur Sóley á landsvísu?
- Sóley keppir með liði sínu í A-deild meistaraflokka en aðeins tvö önnur félög á Íslandi eiga lið i efstu deild.