Stefán Gísli Örlygsson, skotmaður ársins 2019


Þann 6. janúar næstkomandi verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Akraness árið 2019. Athöfnin fer fram í Íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að lokinni þrettándabrennu.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. 

Skotmaður ársins: Stefán Gísli Örlygsson

Stefán Gísli er fæddur árið 1974. Hann æfir með Skotfélagi Akraness og er í landsliði Íslands í haglabyssuskotfimi. Stefán var í toppbaráttunni á öllum skotmótum á Íslandi síðastliðið sumar. Hann vann 2 af þeim landsmótum sem hann keppti á og varð í 2. sæti á Íslandsmeistaramótinu eftir bráðabana. Þá skaut Stefán í þrígang í sumar skor yfir Ólympíulágmarkinu (MQS). Stefán keppti á fjórum mótum erlendis á árinu: Evrópumeistaramótinu á Ítalíu, Heimsbikarmótum í Mexíkó, Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og Finnlandi. Stefán hefur mikinn metnað fyrir því að ná langt í íþróttinni og er mikill keppnismaður. Hann er góður liðsmaður og viljugur að miðla af sinni þekkingu.

Helstu afrek Stefáns á Íslandi á árinu:

  • Stefán varð í 1. sæti á tveimur landsmótum.
  • Varð í 2. sæti á Íslandsmeistaramótinu eftir bráðabana.
  • Náði í þrígang í sumar skori yfir Ólympíulágmarkinu (MQS).

Helstu afrek Stefáns erlendis á árinu:

  • Keppti með landsliði Íslands á 4 mótum erlendis á árinu.
  • Keppti á Heimsbikarmóti í Mexíkó.
  • Keppti á Heimsbikarmóti í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum.
  • Keppti á Heimsbikarmóti í Finnlandi.
  • Keppti á Evrópumeistaramóti á Ítalíu.

Hvernig stendur Stefán á landsvísu?

  • Er í landsliði Íslands í haglabyssuskotfimi (Skeet). Stefán hefur verið undanfarin ár sem og liðið ár í toppbaráttunni í þeim mótum sem hann hefur verið að keppa í.

Opnað hefur verið fyrir kosningu HÉR í þjónustugátt Akraneskaupstaðar og er kosningin opin frá 20. til og með 29 desember. 

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/23/hver-verdur-ithrottamadur-akraness-2019-thu-getur-tekid-thatt-og-kosid/