Félagarnir Ólafur Dór Baldursson, Bjarki Þór Aðalsteinsson og Gunnar Ágúst Ásgeirsson ætla að láta gott af sér leiða á næstu dögum til styrktar Unicef.
Þeir blása til jólatónleika þann 28. desember á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi.
Brynja Valdimarsdóttir ætlar einnig að styðja við bakið á þríeykinu og syngja með þeim nokkur lög.
Gunni og Bjarki voru í miklu stuði í dag þegar þeir mættu á Rakarstofu Gísla og héldu þar tónleika. Verkefnið gengur út á að fyrirtæki og einstaklingar kaupa tónleika af þeim – til styrktar Unicef.
Sagan öll er sögð í þessu myndbandi hér fyrir neðan frá skagafrettir.is