Myndband: Allt á hvolfi á „Jólabingói GG“ á GK


Bingóhefðin á Akranesi vex og dafnar eins og sjá má í myndbandinu sem tekið var á Jólabingókvöldi sem Gísli Rakari og Gunni Hó stóðu fyrir á Gamla Kaupfélaginu í gær.

Þetta er í annað sinn sem þeir félagar standa fyrir slíku kvöldi. Óhætt er að segja að þessi viðburður sé komin til að vera.

Hér fyrir neðan er samantekt frá skagafrettir.is frá „Jólabingókvöldi-GG“ 2019.

María G. Kristinsdóttir fékk stóra vinninginn á jólabingóinu 2019.

Fjóla Guðnadóttir var án efa sigurvegari kvöldsins – en Fjóla var sú sem kallaði „Bingó“ oftast allra á GK í gær.