Fyrsta barn ársins 2020 er með sterka Skagatengingu


Emil Rafn Stefánsson, er fyrsta barnið sem fæddist á Íslandi árið 2020. Emil Rafn fæddist á Landsspítalanum en hann er með sterka Skagatengingu.

Faðir Emils Rafns, Stefán Halldór Jónsson, er fæddur á Akranesi árið 1986, en móðir Emils Rafns er Berglind Bjarnadóttir.

Stefán Halldór og Berglind starfa bæði í höfuðstöðvum Landsbankans.

Emil Rafn er þriðja barn þeirra Berglindar og Stefáns Halldórs. Emil Rafn var 24 merkur eða tæplega 6 kíló þegar hann fæddist.

„Ég og Berglind viljum koma á framfæri þakklæti til starfsmanna Landsspítalans. Við fengum frábæra þjónustu og upplifun í kringum fæðinguna sjálfa. Emil Rafn er á vökudeildinni að jafna sig og það gengur allt vel. Vökudeildin öruggasti nýburastaður landsins,“ sagði Stefán Halldór við skagafrettir.is

Í samtali við Vísi segja foreldrarnir að segja foreldrarnir að ekki hafi annað komið til greina en að hann fengi nafn strax, enda drengurinn of stór til að kalla hann Lilla. Það kæmi þeim Berglindi og Stefáni ekki á óvart að Emil Rafn verði ekki aðeins fyrsta barn ársins heldur mögulega stærsta barn ársins líka.

Frétt Vísis í heild sinni er hér:

Foreldrar Stefán Halldórs eru þau Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir sem hafa á undanförnum árum byggt upp hrossræktarbúið Skipaskaga við sveitabæinn Litlu-Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit.