Laun atvinnuknattspyrnumanna í stærstu deildum Evrópu í karlaflokki eru há eins og flestir vita.
Í samantekt Viðskiptablaðsins á Íslandi er listi yfir 31 launahæstu atvinnumenn í boltaíþróttum.
Sjá meira hér á VB.IS.
Kemur það fáum á óvart að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton á Englandi, er þar efstur á lista með 750 milljónir kr. á ári.
Þrír leikmenn sem koma úr röðum ÍA eru á þessum lista en þeir eru Björn Bergmann Sigurðsson, Arnór Sigurðsson og Arnór Smárason.
Björn Bergmann var með rétt um 16 milljónir kr. á mánuði á árinu 2019 ef marka má Viðskiptablaðið. Eða 190 milljónir kr. á ári. Það gerir um 520 þúsund kr. á dag.
Arnór Sigurðsson var með 8,3 milljónir kr. á mánuði eða sem nemur rúmlega 273 þúsund kr. á dag, Arnór Smárason með um 1,6 milljóni kr. á mánuði.
Tekjuhæstu íþróttamenn Íslands í boltaíþróttum:
- Gylfi Þór Sigurðsson Everton um 750 m.kr.
- Jóhann Berg Guðmundsson Burnley um 300 m. kr
- Birkir Bjarnason Aston Villa/Al Arabi um 290 m. kr.
- Aron Einar Gunnarsson Cardiff/Al Arabi um 230 m.kr.
- Alfreð Finnbogason Augsburg um 220 m. kr.
- Björn Bergmann Sigurðarson Rostov um 190 m.kr.
- Hörður Björgvin Magnússon CSKA Moskva um 185 m. Kr
- Sverrir Ingi Ingason Rostov um 180 m. kr.
- Viðar Örn Kjartansson Rubin Kazan um 180 m. kr.
- Ragnar Sigurðsson Rostov um 175 m. kr.
- Jón Daði Böðvarsson Millwall um 130 m. kr.
- Jón Guðni Fjóluson Kuban Krasnodar um 120 m. kr.
- Rúnar Már Sigurjónsson Astana um 110 m. kr.
- Arnór Sigurðsson CSKA Moskva um 100 m. kr
- Aron Pálmarsson Barcelona um 80 m. kr.
- Emil Hallfreðsson Verona (án liðs í dag) um 70 m. kr.
- Guðlaugur Victor Pálsson Darmstadt um 70 m. kr.
- Rúnar Alex Rúnarsson Dijon um 60 m. kr.
- Rúrik Gíslason Sandhausen um 55 m. kr.
- Guðjón Valur Sigurðsson, PSG – Handbolti 50 m.kr.
- Ari Freyr Skúlason Ostende um 50 m. kr.
- Hólmar Örn Eyjólfsson Levski Sofia um 50 m. kr.
- Matthías Vilhjálmsson Valerenga um 45 m.kr.
- Albert Guðmundsson AZ Alkmaar um 45 m. kr.
- Aron Jóhannsson Hammarby um 45 m. kr.
- Guðmundur Þórarinsson IFK Norköpping um 40 m. kr
- Hjörtur Hermannsson Bröndby um 40 m. kr.
- Jón Dagur Þorsteinsson AGF um 40 m. kr.
- Andri Rúnar Bjarnason Kaiserslautern um 35 m. kr.
- Arnór Ingvi Traustason Malmö um 30 m. kr
- Kolbeinn Sigþórsson AIK um 30 m. kr.
- Arnór Smárason Lilleström um 20 m. k