Skagamenn ofarlega á lista yfir tekjuhæstu íþróttamenn Íslands á árinu 2019


Laun atvinnuknattspyrnumanna í stærstu deildum Evrópu í karlaflokki eru há eins og flestir vita.

Í samantekt Viðskiptablaðsins á Íslandi er listi yfir 31 launahæstu atvinnumenn í boltaíþróttum.

Sjá meira hér á VB.IS.

Kemur það fáum á óvart að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton á Englandi, er þar efstur á lista með 750 milljónir kr. á ári.

Þrír leikmenn sem koma úr röðum ÍA eru á þessum lista en þeir eru Björn Bergmann Sigurðsson, Arnór Sigurðsson og Arnór Smárason.

Björn Bergmann var með rétt um 16 milljónir kr. á mánuði á árinu 2019 ef marka má Viðskiptablaðið. Eða 190 milljónir kr. á ári. Það gerir um 520 þúsund kr. á dag.

Arnór Sigurðsson var með 8,3 milljónir kr. á mánuði eða sem nemur rúmlega 273 þúsund kr. á dag, Arnór Smárason með um 1,6 milljóni kr. á mánuði.

Tekjuhæstu íþróttamenn Íslands í boltaíþróttum:

  1. Gylfi Þór Sigurðsson Everton um 750 m.kr.
  2. Jóhann Berg Guðmundsson Burnley um 300 m. kr
  3. Birkir Bjarnason Aston Villa/Al Arabi um 290 m. kr.
  4. Aron Einar Gunnarsson Cardiff/Al Arabi um 230 m.kr.
  5. Alfreð Finnbogason Augsburg um 220 m. kr.
  6. Björn Bergmann Sigurðarson Rostov um 190 m.kr.
  7. Hörður Björgvin Magnússon CSKA Moskva um 185 m. Kr
  8. Sverrir Ingi Ingason Rostov um 180 m. kr.
  9. Viðar Örn Kjartansson Rubin Kazan um 180 m. kr.
  10. Ragnar Sigurðsson Rostov um 175 m. kr.
  11. Jón Daði Böðvarsson Millwall um 130 m. kr.
  12. Jón Guðni Fjóluson Kuban Krasnodar um 120 m. kr.
  13. Rúnar Már Sigurjónsson Astana um 110 m. kr.
  14. Arnór Sigurðsson CSKA Moskva um 100 m. kr
  15. Aron Pálmarsson Barcelona um 80 m. kr.
  16. Emil Hallfreðsson Verona (án liðs í dag) um 70 m. kr.
  17. Guðlaugur Victor Pálsson Darmstadt um 70 m. kr.
  18. Rúnar Alex Rúnarsson Dijon um 60 m. kr.
  19. Rúrik Gíslason Sandhausen um 55 m. kr.
  20. Guðjón Valur Sigurðsson, PSG – Handbolti 50 m.kr.
  21. Ari Freyr Skúlason Ostende um 50 m. kr.
  22. Hólmar Örn Eyjólfsson Levski Sofia um 50 m. kr.
  23. Matthías Vilhjálmsson Valerenga um 45 m.kr.
  24. Albert Guðmundsson AZ Alkmaar um 45 m. kr.
  25. Aron Jóhannsson Hammarby um 45 m. kr.
  26. Guðmundur Þórarinsson IFK Norköpping um 40 m. kr
  27. Hjörtur Hermannsson Bröndby um 40 m. kr.
  28. Jón Dagur Þorsteinsson AGF um 40 m. kr.
  29. Andri Rúnar Bjarnason Kaiserslautern um 35 m. kr.
  30. Arnór Ingvi Traustason Malmö um 30 m. kr
  31. Kolbeinn Sigþórsson AIK um 30 m. kr.
  32. Arnór Smárason Lilleström um 20 m. k