Helena tekur við af Boristov hjá Badmintonfélagi Akraness


Helena Rúnarsdóttir er nýr þjálfari hjá Badmintonfélagi Akraness.

Helena mun þjálfa alla flokka hjá félaginu en hún starfar einnig sem iþróttakennari í Grundaskóla.

Frá verðlaunaafhendingu á Atlamótinu fyrr í vetur. Helena og Írena Rut eru til hægri á verðlaunapallinum.

Helena tekur við af Yasen Boristov.

Búlgarski þjálfarinn Boristov hóf störf s.l. haust en hann þótti ekki standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Honum var því sagt upp störfum í lok ársins 2019.

Konur ráða nú ríkjum í þjálfarateymi Badmintonfélags Akraness.

Aðstoðarþjálfarar Helenu verða þær Irena Rut Jónsdóttir og Brynja K. Pétursdóttir ásamt eldri iðkendum félagsins.

Helena er fædd á Akranesi en foreldrar hennar eru Elísabet Steingrímsdóttir og Rúnar Sigríksson. Kennaragenin eru til staðar hjá Helenu en móðir hennar er grunnskólakennari í Noregi og faðir hennar íþróttakennari í Reykjavík.

Helena Rúnarsdóttir.