Það ríkir að venju mikil eftirvænting fyrir Þorrablóti Skagamanna.
Blótið fer fram laugardaginn 25. janúar og verður það á sama stað og venjulega eða í Íþróttahúsinu við Vesturötu.
Miðasalan fyrir Þorrablótið hefst föstudaginn 10. janúar kl. 9.00 í útibúi Íslandsbanka.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum Þorrablótsins, Club 71.
Opnað verður fyrir borðapantanir á blótið 10. janúar eða um leið og miðasala hefst.
Hægt er að panta á staðnum (10. janúar) eða á netfanginu [email protected]
Aðeins þeir sem hafa tryggt sér miða á Þorrablótið geta pantað borð.