Áfram Ísland! Afi og amma Ýmis búa á Bjarkargrundinni


Evrópumótið í handknattleik karla hefst fljótlega. Ýmir Örn Gíslason, varnar – og línumaður Íslands, er á ný í landsliðinu á stórmóti en Valsmaðurinn sterki er með sterkar rætur á Akranes þar sem að afi hans og amma búa.

Hafdís Karvelsdóttir og Sigurður Vésteinsson, sem búsett eru á Bjarkargrund 5, eru amma og afi Ýmis Arnar Gíslasonar, leikmanns íslenska landsliðsins. Dóttir þeirra, Elfur Sif Sigurðardóttir er móðir Ýmis, og systkini hennar heita María Karen, Ernir Freyr og Irma Dögg.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/17/spennan-magnast-hja-afa-og-ommu-ymis-a-bjarkargrundinni/

Ýmir Örn er 22 ára gamall línu- og varnarmaður sem leikið hefur með Val frá blautu barnsbeini og var í sigursælum liðum yngri flokka félagsins.
Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Noregi í Elverum í Noregi 8. júní 2017 og skoraði eitt mark í sex marka tapi Íslands, 36:30.

Áður hafði Ýmir Örn leikið með yngri landsliðum Íslands. Hann var m.a. var í bronsliði Íslands á HM U19 ára landsliða 2015 eins og samherjar hans í A-landsliðinu um þessar mundir, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson.

Ýmir Örn tók þátt í sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu þegar Ísland var með á EM 2018 í Króatíu og lék hann alla þrjá leiki liðsins í keppninni. Ýmir Örn var einnig með landsliðinu í öllum sex viðureignum þess á HM í Þýskalandi og í Danmörku fyrir ári síðan. Alls hefur Ýmir Örn leikið 34 A-landsleiki og skorað í þeim 14 mörk.

Ýmir Örn varð Íslandsmeistari með Val 2017 og bikarmeistari 2016 og 2017.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins á EM2020 verður gegn heims- og Ólympíumeisturum Dana laugardaginn 11. janúar. Flautað verður til leiks kl. 17.15.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/01/11/skagamonnum-i-handboltalandslidinu-fer-fjolgandi-vid-eigum-mikid-i-ymi/