Bjarni Ólafsson brást við kallinu og fer í loðnuleit


Áhöfnin á Bjarna Ólafssyni AK 70 mun á næstunni fara í leiðangur í leit að loðnu í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun.

Tvö uppsjávarskip, Bjarni Ólafsson AK 70 og Hákon EA, fara í næstu viku til loðnuleitar ásamt rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni.

Ætl­un­in er að ná mæl­ingu á loðnu­stofn­in­um í janú­ar og aft­ur í fyrri hluta fe­brú­ar.

Niður­stöðurn­ar verða notaðar til grund­vall­ar fisk­veiðiráðgjöf vetr­ar­vertíðar­inn­ar, en eng­inn kvóti hef­ur verið gef­inn út.

Í fe­brú­ar verða einnig tvö veiðiskip með Árna Friðriks­syni við mæl­ing­ar.

Á árinu 2019 var ekki gefin út kvóti til veiða á loðnu og setti sú ákvörðun mörg bæjarfélög í erfiða stöðu – sérstaklega á Austurlandi og í Vestmanneyjum.

Þetta kemur fram á mbl.is í dag.