Útgef­end­ur fjög­urra bæj­armiðla lýsa yfir von­brigðum með þróun fjöl­miðlafrum­varps


Útgef­end­ur fjög­urra bæj­armiðla lýsa yfir von­brigðum með þróun fjöl­miðlafrum­varps Lilju Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, í sam­eig­in­legri um­sögn sem þeir hafa sent frá sér. Skila­frest­ur á um­sögn­um vegna frum­varps til laga um fjöl­miðla renn­ur út í dag.

„Við, út­gef­end­ur fjög­urra bæj­armiðla; Hafn­f­irðings, Kópa­vogs­blaðsins, Mos­fell­ings og Skaga­f­rétta, lýs­um yfir von­brigðum okk­ar með þróun fjöl­miðlafrum­varps Lilju Al­freðsdótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Frá vinstri: Hilmar Gunnarsson (Mosfellingur), Olga Björt Þórðardóttir (Hafnfirðingur), Sigurður Elvar Þórólfsson (Skagafréttir) og Auðun Georg Ólafsson (Kópavogsblaðið).

Að okk­ar mati á fjöl­miðlafrum­varpið, eins og það blas­ir við okk­ur nú, ekki við í til­fell­um héraðsfréttamiðla eins og okk­ar, sem eru þó þeir mik­il­væg­ustu í hverju nærsam­fé­lagi, held­ur virðist það frek­ar hannað fyr­ir stærstu fjöl­miðla lands­ins.

Í 1. gr. 4. mgr. frum­varps­ins kem­ur fram að styðja eigi við rekst­ur staðbund­inna fjöl­miðla eins og þá sem við rek­um. Sam­kvæmt skil­yrðum fyr­ir end­ur­greiðslu á kostnaði, þarf þó að gefa út 48 tölu­blöð á ári. Það geng­ur ekki upp ef standa á að út­gáfu eins og þess­ari af metnaði og vand­virkni.

Bæj­ar­blaðið Hafn­f­irðing­ur kem­ur út á tveggja vikna fresti (22 blöð á ári) og Kópa­vogs­blaðið og Mos­fell­ing­ur á þriggja vikna fresti (16 blöð á ári). Þess­ir fjöl­miðlar halda úti virk­um vefsíðum og Face­book-síðum fyr­ir bæj­ar­búa með frétt­um, viðburðum, viðtöl­um og kynn­ing­um úr nærsam­fé­lag­inu. Skaga­f­rétt­ir eru virk­ur vef­fréttamiðill í sama til­gangi.

Í okk­ar til­fell­um, eins og víðar á land­inu, er um ein­yrkj­a­starf­semi að ræða, þar sem ein mann­eskja á laun­um held­ur utan um allt sem kem­ur að dag­leg­um rekstri, s.s. frétta­öfl­un, ljós­mynd­un, bók­hald, inn­heimtu- og aug­lýs­inga- og markaðsmál. Tvennt síðast­nefnt hef­ur á und­an­förn­um árum vegið þyngst í rekstri miðla okk­ar, því æ meira þarf að hafa fyr­ir aug­lý­send­um, sem í sí­aukn­um mæli nýta aðrar leiðir og þá aðallega sam­fé­lags­miðla.

Virðing­ar­fyllst,

Auðun Georg Ólafs­son, Kópa­vogs­blaðinu.

Hilm­ar Gunn­ars­son, Mos­fell­ingi.

Olga Björt Þórðardótt­ir, Hafn­f­irðingi.

Sig­urður Elv­ar Þórólfs­son, Skaga­f­rétt­um.“