Ný fiskbúð væntanlega opnuð á Akranesi


Stefnt er að opnun nýrrar fiskbúðar á Akranesi á næstunni samkvæmt heimildum Skagafrétta.

Fiskbúðin verður staðsett í því rými þar sem að Fasteignamiðlun Vesturlands, FastVest, hefur verið til húsa við Kirkjubraut 40.

Það er langt síðan að fiskbúð var starfrækt á Akranes eða frá árinu 2006 þegar Fiskihornið var opnað við Ægisbraut – en sú fiskbúð var starfrækt á annað ár eftir opnun.

Þegar Fiskihornið opnaði hafði fiskverslun ekki verið til staðar á Akranesi frá árinu 1990.