Björn Bergmann flytur sig í sólina á Kýpur


Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er líklega að færa sig um set frá Rússlandi í sólina á Kýpur. Þetta kemur fram á vefnum Íslendingavaktin.

Björn Bergmann er samningsbundinn rússneska liðinu Rostov en hann verður líklega lánaður út tímabilið til APOEL Nicosia. Liðið er meistari í heimalandinu. Björn Bergmann er þessa stundina á Kýpur þar sem hann er að ganga frá sínum málum.

Björn Bergmann ásamt forsvarsmönnum APOEL Nicosia. Mynd/politis.com.cy

Samkvæmt heimildum Íslendingavaktarinnar getur kýpverska liðið keypt Björn Bergmann að loknum lánstímanum. APOEL Nicosia náði samkomulagi við Rostov um fé­laga­skipt­in í þarsíðustu viku en á síðustu dögum var samið um kaup og kjör.

Eins og áður segir er APOEL Nicosia, er ríkj­andi meist­ari á Kýpur, er í fjórða sæti kýp­versku deild­ar­inn­ar af 12 liðum með 28 stig eftir 15 umferðir.

Björn Bergmann er fæddur árið 1991 en hann er því á 29. aldursári. Hann fór ungur í atvinnumennsku eftir að hafa leikið með meistaraflokki ÍA árið 2008.

Framherjinn sterki hefur leikið víða á ferlinum, Noregi, Englandi, Danmörku, Rússlandi og verður Kýpur því fimmta landið á atvinnumannaferli Skagamannsins.