Íbúaþing um atvinnulíf á Akranesi fer fram í kvöld, 22. janúar 2020, og fer þingið fram á Garðavöllum, frístundahúsi, við golfvöllinn.
Fundarefnið er atvinnulífið á Akranesi og með sérstaka áherslu á uppbyggingu á Breið og nágrenni.
Í tilkynningu frá Akraneskaupstað segir að markmið þingsins sé að fá íbúa og fyrirtækjaeigendur að borði og ræða uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi með sérstakri áherslu á Breið og nágrenni, í samstarfi við Brim og fleiri fyrirtæki. Metnaður bæjarins er að byggja upp öflugt atvinnulíf á Akranesi í góðu samstarfi fyrirtækja, félagasamtaka, stofnana og íbúa
Á fundinum verða kynntar nýjar sviðsmyndir um framtíð atvinnulífs á Vesturlandi. Í kjölfarið verða ræddir ólíkir valkostir um uppbyggingu atvinnulífs á Akranesi með áherslu á Breið og nágrenni.
Fundarstjóri verður Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og með honum verða Steinþór Pálsson og Sævar Kristinsson frá KPMG.