Hrönn keppir fyrir FVA í Söngkeppni framhaldsskólanna 2020


Hrönn Eyjólfsdóttir mun keppa fyrir hönd Fjölbrautaskóla Vesturlands í Söngkeppni framhaldsskólanna 2020 sem fram fer á Akureyri þann 18. apríl á Akureyri.

Hrönn sigraði í undankeppninni hér á Akranesi hjá FVA en alls tóku sex keppendur þátt. Sigríður Sól Þórarinsdóttir, Garðar Snær Bragason, Fannar Björnsson, Ingibergur Valgarðsson, Hrönn Eyjólfsdóttir og Björgvin Þór Þórarinsson reyndu öll fyrir sér í undankeppninni.

Hrönn söng lagið Maybee – en hún hefur verið í stórum hlutverkum í söngverkefnum á vegum FVA á undanförnum misserum. Má þar nefna Með allt á hreinu og Rock of Ages.

Dómnefnd skipuðu þau Arnar Sigurgeirsson, Hulda Gestsdóttir og Jóna Alla Axelsdóttir.