Bergrún, Arina og Harpa verðlaunaðar í hönnunarkeppni Samfés


Fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar Arnardals á Akranesi tóku þátt í Hönnunarkeppnin Stíll sem fram fór laugardaginn 1. febrúar í íþróttahúsinu Digranesi

Þrjá stúlkur frá Akranesi, Bergrún Birta Liljudóttir, Arina Pechorina og Harpa Ósk Svansdóttir, lögðu mikla vinnu í verkefnið sitt og það skilað árangri.

Þær Bergrún, Arina og Harpa gerðu sér lítið fyrir og unnu til verðlauna fyrir „Bestu hárgreiðsluna“ í hönnunarkeppni Samfés.