Eva Laufey tekur við af Einari í Bakaríinu á Bylgjunni


Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona frá Akranesi, hefur á undanförnum árum tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum hjá Stöð 2 og SÝN.

Eva Laufey mun bregða sér í nýtt hlutverk á útvarpsstöðinni Bylgjunni þar sem hún mun stýra þættinum Bakaríið ásamt Svavari Erni Svavarssyni. Eva Laufey tekur við af Einari Bárðasyni. Þátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá kl. 9-12.

Eva Laufey er fyrsta konan sem stýrir þessum vinsæla morgunþætti en Skagamaðurinn Hallgrímur Ólafsson var um tíma einn af stjórnendum þáttarins.

Eva Laufey og Svavar Örn Svavarsson.

Í viðtali á visir.is segir Eva Laufey að útvarpið sé miðill sem henni hafi þótt spennandi. Hún hefur leyst af í þættinum Bítinu á Bylgjunni og hefur því töluverða reynslu á þessu sviði.

„Ég var strax spennt fyrir þessu verkefni þar sem mig hefur langað að vera meira í útvarpinu og fá að prófa þann miðil sem mér finnst mjög spennandi.“

Viðtalið á visir.is er í heild sinni hér.