Klifrarar úr röðum ÍA halda áfram að vekja athygli


Klifuríþróttin á Akranesi hefur á undanförnum misserum vaxið gríðarlega undir dyggri stjórn Þórðar Sævarssonar frumkvöðuls. Smiðjuloftið er bækistöð kraftmikils hóps Skagamanna á öllum aldri sem stundar þessa áhugaverðu íþrótt.

Árangur klifrara úr röðum ÍA hefur vakið athygli. Fyrsta mót Íslandsmeistaramótaraðarinnar í grjótglímu fór fram í Klifurhúsinu um s.l. helgi.

ÍA mætti með fjölmennt lið í C- og B-flokki auk þriggja klifrara í fullorðinsflokki.

Í C-flokki landaði Sverrir Elí bronsverðlaunum og í B-flokki hafnaði Sylvía Þórðardóttir í öðru sæti.

Í Junior-flokki fékk Brimrún Eir silfurverðlaun og fylgdi eftir flottu klifri frá Reykjavíkurleikunum.