Heildarfjöldi nemenda í FVA er í sögulegri lægð


Heildarfjöldi nemenda við Fjölbrautaskóla Vesturlands á vorönn 2020 er 430. Þar af er 361 nemandi í dagskóla og 69 nemendur í kvöld- og helgarnámi.

Frá árinu 2012 hafa ekki verið færri nemendur í FVA. Ef miðað er við gögn úr annálum FVA á heimaasíðu skólans eru 100 færri nemendur í skólanum á vorönn 2020 ef miðað er við vorönnina 2012. Á síðustu haustönn, 2019, voru 480 nemendur í FVA en það er 162 nemendum færra en haustið 2012 þegar þeir voru alls 642.

Þriggja ára nám til stúdentsprófs var tekið upp haustið 2015 og hefur það að sjálfsögðu áhrif á heildarfjölda nemenda.

Í þessu samhengi má nefna að Menntaskóli Borgarfjarðar var stofnaður árið 2006 og Fjölbrautaskóli Snæfellinga tók til starfa tveimur árum fyrr eða árið 2004.

Í heildina er kynjaskipting þannig að 59,3% nemenda eru karlar og 40,7% konur. Í dagskólanum er kynjahlutfallið 57% karlar og 43% konur, í dreifnámi eru kynjahlutfallið 71% karlar og 29% konur.

Í dagskólanum eru flestir á opinni stúdentsbraut eða 94 nemendur. 75 nemendur eru á náttúrufræðibraut og 49 á félagsfræðibraut. 11 nemendur eru á sjúkraliðabraut í dreifnámi.

Á iðnnámsbrautum er 51 nemandi í rafvirkjun í dagskóla, í húsasmíði eru 19 nemendur í dagskóla og 35 í dreifnámi, í vélvirkjun eru 20 nemendur í dagskóla og 19 í dreifnámi. 

Fjöldi nemenda í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frá árinu 2012. Byggt á gögnum úr annálum FVA á heimasíðu skólans.

ÁrVor – heildarfjöldiHaust – heildarfjöldi
2012530642
2013541583
2014529586
2015484551
2016517563
2017503555
2018482526
2019467480
2020430