Leó Ernir samdi við ÍA og kemur á „heimaslóðir“ foreldra sinna


Leó Ernir Reynisson er nýr leikmaður hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Leó Ernir er fæddur árið 2001 og hefur hann leikið með Fylki í Árbænum upp yngri flokka félagsins.

ÍA samdi við Leó nýverið e hann er hefur leikið með U-16 ára landsliði Íslands. Leó er enn gjaldgengur í 2. flokk.

Leó Ernir er vel tengdur á Akranes því foreldrar hans eru bæði fædd á Akranesi, Katrín Rós Baldursdóttir og Reynir Leósson .

Leó Ernir ætti því ekki að eiga í vandræðum með að komast í matarboð hjá fjölskyldunni á Akranesi.