Ljósmyndastofa opnar á Akranesi eftir 15 ára hlé


„Svona myndatökur eru dæmi um það sem við munum bjóða uppá í ljósmyndastofunni. Stofan er staðsett að Stillholti 23 á Akranesi, hún er öll að taka á sig mynd og munum við opna á næstu dögum,“ segir í tilkynningu frá eigendum ljósmyndastofunnar Blik Studio sem opnuð verður á næstunni við Stillholt 23 á Akranesi.

Eigendurnir eru þau Kim Klara Ahlbrecht og Daníel Þór Ágústsson.

Nánar hér.

Blik Studio er samkvæmt heimildum Skagafrétta fyrsta ljósmyndastofan sem opnar á Akranesi frá árinu 2004. Ágústa Friðriksdóttir og Guðni Hannesson starfræktu Myndsmiðjuna á árunum 1994 fram til ársins 2004.

Kim Klara er fædd á Akranesi og stundaði nám í grunn – og framhaldsskóla hér á Akranesi. Foreldrar hennar eru Anna Guðrún Ahlbrecht og Peter Albrecht.