Úrval af æfingum hefur aldrei verið meira í Crossfit Ægi


Það er nóg um að vera í líkamsræktarstöðinni Crossfit Ægi sem er staðsett við Vesturgötu á Akranesi. Úrval af æfingum hefur aldrei verið meira og má þar nefna WOD (æfing dagsins), ólympískar lyftingar, lyftingar, jóga, active recovery, teygjutími, sundwod, barnawod, unglinga-fit og eldra-fit.

Á næstunni verða grunnnámskeið í boði fyrir áhugasama.

  • Unglinga-helgargrunnnámskeið (8.-10. bekkur) helgina 15.-16. febrúar, frá 14-16 báða daga. Verð 15.900 og mánuður í unglingatímum fylgir. Skráning á akranes.felog.is.
  • Helgargrunnnámskeið helgina 22.-23. febrúar, frá 14-17 báða daga. Verð 18.900 og mánuður fylgir.
  • Mánaðargrunnnámskeið hefst mánudaginn 24. febrúar. Kennt mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 18:30. Verð 20.900 og mánuður fylgir að námskeiði loknu.

Skráningar á öll námskeið fara fram inni á akranes.felog.is.