Fjölmörg verkefni tengd Akranesi og Hvalfirði fengu styrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands


Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands fór fram s.l. föstudag í félagsheimilinu Fannahlíð í Hvalfjarðarsveit. Fjölmenni mætti á hátíðina.

Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í október s.l. og bárust 142 umsóknir að þessu sinni sem er metfjöldi umsókna.

Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna fengu 20 verkefni styrki að upphæð 12,2 milljónir kr. en alls bárust 34 umsóknir. Í flokki menningarverkefna og stofn- og rekstrarstyrki menningarmála bárust 108 umsóknir og hlutu 78 verkefni styrki að upphæð 31,3 milljónir kr.

Fjölmörg verkefni sem tengjast Akranesi og Hvalfjarðarsveit fengu styrki að þessu sinni.

Má þar nefna í flokki atvinnu og nýsköpunarstyrkja;

 • Kaja Organic ehf. (500.000) Jurtamjólkur afurðir,
 • Kristín Ósk Halldórsdóttir (350.000), vöruþróun og kynning á nýrri fatalínu, Skagafirskur ehf. (250.000) Skagafiskur,
 • Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir (85.000), Hringur – þrif og þjónusta.

Í flokki menningarstyrkja:

 • Kalman – listafélag (700.000), Menningarviðburðir Kalmans,
 • Hvalfjarðarsveit (600.000), Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit,
 • Rokkland (500.000), HEIMA – SKAGI 2020,
 • Kolbrún Sigurðardóttir (500.000) Sjálfstæðir Íslendingar, íslenskur leir,
 • Muninn kvikmyndagerð ehf. (400.000), Jólin koma – brúðuveröld sagnaarfsins,
 • Jónína Erna Arnardóttir (300.000), Þjóðlög fortíðar og framtíðar,
 • Bjarni Skúli Ketilsson (300.000), Baskaganga seinni hluti,
 • Smiðjuloftið (300.000), Menningarviðburðir á Smiðjuloftinu,
 • Nemendafélag FVA (300.000), Dýrin í Hálsaskógi,
 • Leikfélagið Skagaleikflokkurinn (300.000), Litla Leikhúsið – Hálfatvinnu leikhópur,
 • Lovísa Lára Halldórsdóttir (300.000), Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival,
 • Guðmundur Sigurðsson (250.000), Fræðsla um eldsmíði – námskeið o.fl.,
 • Borghildur Jósúadóttir (225.000), Sólmundarhöfði, samtal menningar og náttúru,
 • Karlakórinn Svanir (200.000),
 • Hljómur, kór eldri borgara Akraness (200.000),
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir (200.000), Hún er mild sem vögguvísa – voldug eins og hetjusögur

Í flokki stofn og rekstarstyrkja :

Kvikmyndahátíðin Iceland Documentary Film Festival, Docfest ehf. styrk að upphæð 1.250.000 en hátíðin fer fram á Akranesi. Akraneskaupstaður fékk styrk að upphæð 300.000 kr. fyrir verkefnið, Ljósmyndasafn Akraness til framtíðar

Verkefnin sem hlutu styrki:

ATVINNU- OG NÝSKÖPUNARSTYRKIR

 • Endurheimt æðarvarps á landi með ungaeldi Magnús Örn Tómasson 1.400.000
 • Vínlandssetur markaðssetning Dalabyggð 1.200.000
 • Ferðaleiðir á Snæfellsnesi Svæðisgarður Snæfellsness 1.000.000
 • Sveppasmiðja Cristina Isabelle Cotofana 800.000
 • Víkingagisting á Giljalandi í Haukadal Dalamenn ehf. 800.000
 • Project MOX Egill Hansson 750.000
 • Hágæða gærur og leður-Verkun á sýnishornum Sláturhús Vesturlands ehf. 700.000
 • Laufey Áskell Þórisson 600.000
 • Handverk í heimabyggð (Sheepa furniture) Sheepa ehf. 600.000
 • Uppbygging hönnunarstofu Sigurður Gísli Sigbjörnsson 600.000
 • Vefsíða Sagnaseiðs á Snæfellsnesi Sagnaseiður á Snæfellsnesi 500.000
 • Lífræn lindarböð Thoregs slf. 500.000
 • Afplöstunarvél Grjótás ehf 500.000
 • Jurtamjólkur afurðir Kaja Organic ehf. 500.000
 • Borðar með bónda Bjarteyjarsandur sf. 400.000
 • Ræktun með eigin rafveitu að Giljalandi í Haukadal Dalamenn ehf. 350.000
 • Vöruþróun og kynning á nýrri fatalínu Kristín Ósk Halldórsdóttir 350.000
 • Líkamsrækt í Dölum Ungmennafélagið Ólafur pá 350.000
 • Skagafiskur Skagafirskur ehf. 250.000
 • Hringur – þrif og þjónusta Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir 85.000

MENNINGARSTYRKIR

 • Frystiklefinn: 10 ára afmælisdagskrá The Freezer ehf. 2.500.000
 • Kvikmyndahátíðin Northern Wave Northern Wave 1.000.000
 • Plan B Art Festival Sigríður Þóra Óðinsdóttir 1.000.000
 • Reykholtshátíð 2020 Sigurgeir Agnarsson 750.000
 • Menningarviðburðir Kalmans Kalman – listafélag 700.000
 • Ólafsdalshátíð 2020 – 140 ára afmæli Ólafsdalsskólans Ólafsdalsfélagið 700.000
 • Merking sögu og merkisstaða í Hvalfjarðarsveit Hvalfjarðarsveit 600.000
 • Sturlureitur að Staðarhóli Sturlufélagið 600.000
 • Járngerðarhátíð á Eiríksstöðum Iceland Up Close ehf. 600.000
 • Fjölmenningarhátíð 2020 Snæfellsbær 500.000
 • Menningardagskrá í Safnahúsi 2020 Safnahús Borgarfjarðar 500.000
 • Menningarviðburðir í Landnámssetri Landnámssetur Íslands ehf. 500.000
 • HEIMA – SKAGI 2020 Rokkland 500.000
 • Kría á Rifi Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum 500.000
 • Þjóðahátið Vesturlands Félag nýrra Íslendinga 500.000
 • Sjálfstæðir Íslendingar, íslenskur leir Kolbrún Sigurðardóttir 500.000
 • Fyrirlestrar og viðburðir í Snorrastofu 2020 Snorrastofa 500.000
 • Kórastarf Freyjukórsins Freyjukórinn 400.000
 • Jólin koma – brúðuveröld sagnaarfsins Muninn kvikmyndagerð ehf. 400.000
 • Sýning um sjókonur á Snæfellsnesi Snæfellsbær 350.000
 • Útilist við Steinberg-Listsel á Hellissandi Mávur ehf. 350.000
 • Bót og betrun Leikdeild UMF Skallagríms 300.000
 • Landsmót í Stykkishólmi Félag harmonikuunnenda í Reykjavík 300.000
 • Endurhleðsla fjárréttarinnar í Ólafsvík Átthagastofa Snæfellsbæjar 300.000
 • Þjóðlög fortíðar og framtíðar Jónína Erna Arnardóttir 300.000
 • Baskaganga seinni hluti Bjarni Skúli Ketilsson 300.000
 • Norrænar Stelpur Skjóta Northern Wave 300.000
 • Flamenco viðburðir á Vesturlandi Reynir Hauksson 300.000
 • Menningarviðburðir á Smiðjuloftinu Smiðjuloftið 300.000
 • Dýrin í Hálsaskógi Nemendafélag FVA 300.000
 • Litla Leikhúsið – Hálfatvinnu leikhópur Leikfélagið Skagaleikflokkurinn 300.000
 • Frostbiter: Icelandic Horror Film Festival Lovísa Lára Halldórsdóttir 300.000
 • Sögustofan: Byggjum brýr með sögum Sigurborg Kristín Hannesdóttir 300.000
 • Saga og menning Stykkishólms Efling Stykkishólms 300.000
 • Kvöldstund með skáldum Dalabyggð 250.000
 • Afmælistónleikar Karlakórsins Heiðbjartar Karlakórinn Heiðbjört 250.000
 • Heimatónleikar í Stykkishólmi Hjördís Pálsdóttir 250.000
 • Fræðsla um eldsmíði – námskeið o.fl. Guðmundur Sigurðsson 250.000
 • Hallgrímur Pétursson skáld tengsl við tónlist hér á Islandi Zsuzsanna Budai 250.000
 • Enduróm að vori Menningarfélagið Bohéme 250.000
 • Sagnaarfur Dalamanna Sögufélag Dalamanna 250.000
 • Júlíana hátíð sögu og bóka Þórunn Sigþórsdóttir 250.000
 • Sögustundir og sögurölt 2020 Byggðasafn Dalamanna 250.000
 • Hinsegin Borgarbyggð Bjargey Anna Guðbrandsdóttir 250.000
 • Heima á Snæfellsnesi Svæðisgarður Snæfellsness ses 250.000
 • Sólmundarhöfði, samtal menningar og náttúru Borghildur Jósúadóttir 225.000
 • Leiklistarnámskeið fyrir 10-16 ára Leikklúbbur Laxdæla 200.000
 • Jólatónleikar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar 2020 Hljómlistafélag Borgarfjarðar 200.000
 • Gleðigjafar, Kór eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni Gleðigjafar 200.000
 • Karlakórinn Svanir Karlakórinn Svanir 200.000
 • Stálpastaðir – ljósmyndasýning Karólína Hulda Guðmundsdóttir 200.000
 • Skotthúfan 2020 – Þjóðbúningahátíð Norska húsið 200.000
 • Kórsöngur Hljómur, kór eldri borgara Akraness 200.000
 • Saga Hreppslaugar Ungmennafélagið Íslendingur 200.000
 • Tónlist á Vesturlandi Karlakórinn Kári 200.000
 • Írsk þjóðlagatónlist við Írskir Dagar Félag nýrra Íslendinga 200.000
 • Jafnstillt eða vel stillt píanó? Magnús Daníel Budai Einarsson 200.000
 • Common Ground – hvar á ég heima? Akademía skynjunarinnar 200.000
 • Hún er mild sem vögguvísa – voldug eins og hetjusögur Arnheiður Hjörleifsdóttir 200.000
 • Máríudægur – tónleikaröð Menningarsjóðurinn Undir jökli 200.000
 • Viðburðir og undirbúningur vegna tónleikahalds o.fl. Lúðrasveit Stykkishólms 200.000
 • Gengið í gegnum söguna Grundarfjarðarbær 200.000
 • Tónlistarviðburðir Brúarás ehf. 200.000
 • Kellingar ganga heim að Görðum Leikfélagið Skagaleikflokkurinn 150.000
 • Frá mótun til muna – sýning í Norska húsinu Norska húsið 150.000
 • Jólavættir – jólasýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla Norska húsið 150.000
 • Fyrri alda Fitjakirkjur -fræðsluskilti Fitjakirkja í Skorradal 125.000
 • Menningararfurinn í þjóðbúningum Margrét Vigfúsdóttir 100.000

STOFN- OG REKSTRARSTYRKIR

 • Iceland Documentary Film Festival Docfest ehf. 1.250.000
 • Sjóminjasafnið á Hellissandi Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum 1.200.000
 • Náttúrutúlkun í Gestastofu fyrir friðland fugla í Andakíl Landbúnaðarsafn Íslands 1.000.000
 • Rekstur Snorrastofu í Reykholti Snorrastofa 1.000.000
 • Eiríksstaðir rekstur Iceland Up Close ehf. 500.000
 • Ný grunnsýning Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla 1. Hluti Norska húsið 500.000
 • Borgfirskur ljósmyndaarfur Safnahús Borgarfjarðar 300.000
 • Ljósmyndasafn Akraness til framtíðar Akraneskaupstaður 300.000
 • Átaksverkefni við skráningu á myndum Árna Helgasonar Stykkishólmsbær 200.000
 • Jarðfræðisafn Snæfellsness Thor Kolbeinsson 200.00