Fimm fjöleignarhús fá samtals 5 milljónir í styrk vegna hleðslustöðva


Síðastliðið haust samþykkti Bæjarstjórn Akraness reglur um styrki vegna hleðslustöðva fyrir rafbíla við fjöleignarhús. Auglýst var eftir umsóknum og bárust alls ellefu umsóknir, og voru fimm þeirra gildar, samkvæmt reglum um styrki.

Um er að ræða samstarfsverkefni Akraneskaupstaðar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um að veita styrki til húsfélaga fjöleignarhúsa á Akranesi til kaupa, uppsetningar og tengingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla á sameiginlegum bílastæðum á lóð viðkomandi fjöleignarhúss.

Heildarupphæð styrkumsókna var tæplega 11,7 milljónir kr. en að þessu sinni verður úthlutað tæplega 5 milljónum kr. í þetta verkefni. Tillaga þess efnis var samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar Akraness.

Slíkar styrkveitingar verða auglýstar á ný á þessu ári. Nánar má lesa um regluverkið hér.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/06/03/hledslustodvar-fyrir-rafbila-verda-ut-um-allt-a-akranesi/