„Það er vesen í kortunum“ – Teddi varar við vonskuveðri á Akranesi og í nágrenni


Theodór Freyr Hervarsson veðurfræðingur sem búsettur er á Akranesi varar við vonskuveðri á Akranesi og í nágrenni á morgun, föstudaginn, 14. febrúar.

Eftirfarandi texta skrifaði Teddi rétt í þessu á fésbókina.

Sæl, það er vesen í „kortunum“ á morgun, vindakortin að sýna vind nærri 30 m/s þegar veðrið verður í hámarki snemma í fyrramálið á Skaganum, hviður við slíkar aðstæður þá auðveldlega vel yfir 40 m/s og jafnvel að nálgast 50 m/s.

Ég myndi ætla að veðrið verði hvað verst uppi í hesthúsahverfi/iðnaðarhverfi þar sem vindurinn kemur af fjallinu.

Eðlilega þurfum við að huga að nærumhverfinu.

Og afar sennilegt að Kjalarnesið verði lokað fram yfir hádegi. Set hér við skemmtiefni í myndformi

Viðbót: þessu gæti fylgt blindbylur á köflum frá 7 og til hádegis, en spárnar eru þó síður sammála um það