Myndband: Stór rúta fauk á hliðina í ofsaveðrinu við Höfðasel


Það hefur eitthvað gengið á í nótt og í morgun á atvinnusvæðinu við Höfðasel rétt utan við Akranes. Eins og áður hefur komið fram varð mikið tjón hjá BM Vallá og einnig hjá hópferðafyrirtækinu Skagaverki sem er í næsta nágrenni við BM Vallá.

Þakplötur á húsi við Höfðasel fuku í nótt og voru margar þeirra fastar í grindverki rétt við hesthúsahverfið á Æðarodda.

Rúta frá hópferðafyrirtækinu Skagaverk fauk á hliðina en rútan var kyrrstæð á bílaplani fyrir framan aðstöðu fyrirtækisins við Höfðasel. Slík farartæki eru á bilinu 15-20 tonn að þyngd.

Hér má sjá myndband frá aðstæðum við Höfðasel rétt eftir hádegi í dag.