Stefán Trausti Rafnsson er án efa einn skemmtilegasti maður Skagans og þessi snillingur leitar nú eftir persónulegum aðstoðarmanni sumarið 2020.
„Þetta er bara skemmtilegasta sumarstarfið,“ segir í tilkynningu frá Stefáni Trausta.
„Ég óska eftir persónulegum aðstoðarmanni sem hefur áhuga á að aðstoða mig við athafnir daglegs lífs. Aðstoðin fer fram innan heimilis og utan þess. Um vaktavinnu er að ræða.
Viðkomandi þarf að vera:
Traustur
Heiðarlegur
Reglusamur
Stundvís
Og hafa ríka þjónustulund
Unnið er eftir
„Unnið er eftir hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn. Þið megið senda mömmnu Þórdísi tölvupóst á [email protected] ef þið viljið vinna hjá mér og með mér. Væri frábært að fá ferilskrá með mynd í umsókninni,,“ segir í tilkynningunni frá Stefáni Trausta.