Enrique og Guðbjarni með Akranesmet á Gullmóti KR


Sundfólkið efnilega úr röðum Sundfélags Akraness heldur áfram að gera góða hluti. Alls tóku 31 keppandi úr röðum ÍA þátt á Gullmótinu hjá KR um liðna helgi. Alls tóku 490 keppendur þátt.

Árangur sundfólksins úr ÍA var mjög góður og margir bættu árangur sinn. Einnig var 10 manna hópur úr ÍA að taka þátt á sínu fyrsta „alvöru“ sundmóti og fengu þar með meiri keppnisreynslu.

Enrique Snær Llorens heldur áfram að bæta sig og setti nýtt glæsilegt Akranesmet i 200m skriðsund i fullorðnins flokki á timanum 2.01.79, gamla metið var 2.03.00 og átti Gunnar Smári Jónsbjörnsson metið síðan 2005.

Guðbjarni Sigþórsson bætti Akranesmetið i drengja flokki (13-14) í 50m flugsundi á tímanum 30.42. Gamla metið átti Hrafn Traustason á 30.54 sem var frá Gullmóti KR i 2006.

Fjórir keppendur frá SA syntu sig inn á superchallange i 50m flugsundi, það voru :
Guðbjarni sem lenti í 2. Sæti og Vikingur Geirdal sem varð í 8 sæti i 13-14 ára flokki. Báðir með glæsilegar bætingar. Ragnheiður Karen Ólafsdóttir og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir i 15-17 ára flokki, þar sem báðar bættu sig og urðu nr. 5 og 7.

Í boðsundi vann lið ÍA í 13-14 ára flokki tvisvar til Gullverðlauna i stráka flokki, með Viking Geirdal, Guðbjarna Sigþórsson, Bjarna Snæ Skarphéiðinsson og Mateuz Kuptel.

Stelpurnar i 13-14 ára með Írisi Örnu Ingvarsdóttur, Auði Mariu Lárusdóttur, Kareni Káradóttur og Aldísi Theu Daníelsdóttur Glad urðu í 3 sæti í báðum sundunum.

Stelpurnar 15 ára og eldri unnu til tveggja bronsverlauna,en sveitin var skipuð þeim Láru Jakobinu Ringsted, Guðbjörgu Bjartey Guðmundsdóttur, Ragnheiði Karen Ólafsdóttur og Ingibjörgu Svövu Magnúsardóttur.