Það var mikið um að vera í íþróttahúsinu við Vesturgötu um s.l. helgi þegar Landsbankamót ÍA. Mótið var hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista þess. Alls voru 136 keppendur skráðir til leiks og var keppt í flokkum U11-U19. Í yngsta aldursflokknum var aðeins keppt í einliðaleik,
Keppendur úr röðum ÍA náðu góðum árangri á heimavelli. Arnór Valur Ágústsson sigraði í einliðaleik 13 ára og yngri, eftir úrslitaleik gegn félaga sínum Viktori Frey Ólafssyni í A-flokki, Hilmar Veigar Ágústsson ÍA varð annar í B-flokki í þessum aldursflokki í sömu grein.
Sóley Birta Grímsdóttir ÍA varð önnur í einliðaleik 13 ára og yngri í A-flokki.
Í tvíliðaleik 13 ára og yngri sigruðu Skagastrákarnir Arnar Freyr Fannarsson og Arnór Valur Ágústsson.
Sóley Birta Grímsdóttir gerði slíkt hið sama í tvíliðaleik en Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir úr TBS lék með henni.
Sóley Birta sigraði einnig í tvenndarleik í þessum aldursflokki með Arnari Frey Fannarssyni úr ÍA.
Brynjar Már Ellertsson úr ÍA og fyrrum félagi hans úr ÍA, Davíð Örn Harðarson, sem nú leikur fyrir TBR, sigruðu í tvíliðaleik í flokki 19 ára og yngri. Davíð Örn varð annar í einliðaleik í þessum flokki.
Hér að neðan má sjá sigurvegara mótsins í hverri grein fyrir sig.
U11 snáðar
- Erik Valur Kjartansson BH
- Grímur Eliasen TBR
U11 snótir
- Anna Bryndís Andrésdóttir Afturelding
- Matthildur Thea Helgadóttir BH
U13 A hnokkar – einliðaleikur
- Arnór Valur Ágústsson ÍA
- Viktor Freyr Ólafsson ÍA
U13 B hnokkar – einliðaleikur
- Stefán Logi Friðriksson BH
- Hilmar Veigar Ágústsson ÍA
U13 A tátur – einliðaleikur
- Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS
- Sóley Birta Grímsdóttir ÍA
U13 B tátur – einliðaleikur
- Gréta Theresa Traustadóttir TBR
- Rakel Rós Guðmundsdóttir Hamar
U13 hnokkar – tvíliðaleikur
- Arnar Freyr Fannarsson ÍA
Arnór Valur Ágústsson ÍA - Kristófer Davíðsson BH
Stefán Logi Friðriksson BH
U13 tátur – tvíliðaleikur
- Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS
Sóley Birta Grímsdóttir ÍA - Elín Helga Einarsdóttir BH
Katla Sól Arnarsdóttir BH
U13 hnokkar/tátur – tvenndaleikur
- Arnar Freyr Fannarsson ÍA
Sóley Birta Grímsdóttir ÍA - Rúnar Gauti Kristjánsson BH
Katla Sól Arnarsdóttir BH
U15 A sveinar – einliðaleikur
- Daníel Máni Einarsson TBR
- Arnar Svanur Huldarsson BH
U15 B sveinar – einliðaleikur
- Ágúst Páll Óskarsson Afturelding
- Ísak Magnússon TBR
U15 meyjar – einliðaleikur
- Guðbjörg Skarphéðinsdóttir BH
- Rebekka Ösp Aradóttir Afturelding
U15 sveinar – tvíliðaleikur
- Daníel Máni Einarsson TBR
Eiríkur Tumi Briem TBR - Arnar Svanur Huldarsson BH
Jón Víðir Heiðarsson BH
U15 sveinar/meyjar – tvenndaleikur
- Jón Víðir Heiðarsson BH
Guðbjörg Skarphéðinsdóttir BH - Tómas Orri Hauksson TBR
Rebekka Ösp Aradóttir Afturelding
U17 A drengir – einliðaleikur
- Eiríkur Tumi Briem TBR
- Freyr Víkingur Einarsson BH
U17/19 B drengir/piltar – einliðaleikur
- Brynjar Karl Birgisson TBR
- Van Huy Nguyen TBR
U17 telpur – einliðaleikur
- Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR
- Rakel Rut Kristjánsdóttir BH
U17 drengir – tvíliðaleikur
- Guðmundur Adam Gígja BH
Jón Sverrir Árnason BH - Freyr Víkingur Einarsson BH
Þorleifur Fúsi Guðmundsson BH
U15/U17 meyjar/telpur – tvíliðaleikur
- Lilja Berglind Harðardóttir BH
Rakel Rut Kristjánsdóttir BH - Natalía Ósk Óðinsdóttir BH
Sara Bergdís Albertsdóttir BH
U17 drengir/telpur – tvenndaleikur
- Jón Sverrir Árnason BH
Natalía Ósk Óðinsdóttir BH - Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH
Rakel Rut Kristjánsdóttir BH
U19 A piltar – einliðaleikur
- Gabríel Ingi Helgason BH
- Davíð Örn Harðarson TBR
U19 stúlkur – einliðaleikur
- Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR
- Karolina Prus TBR
U19 drengir – tvíliðaleikur
- Brynjar Már Ellertsson ÍA
Davíð Örn Harðarson TBR - Gabríel Ingi Helgason BH
Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH
U19 stúlkur – tvíliðaleikur
- Karolina Prus TBR
Una Hrund Örvar BH - Björk Orradóttir TBR
Eva Margit Atladóttir TBR
U19 piltar/stúlkur – tvenndaleikur
- Davíð Örn Harðarson TBR
Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR - Stefán Árni Arnarsson TBR
Karolina Prus TBR
Smellið hér til að sjá öll nánari úrslit frá mótinu.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá mótinu en þær má finna á facebook síðu Badmintonfélags Akraness