Góður árangur hjá ÍA á Landsbankamótinu í badminton


Það var mikið um að vera í íþróttahúsinu við Vesturgötu um s.l. helgi þegar Landsbankamót ÍA. Mótið var hluti af stjörnumótaröð unglinga og gefur stig á styrkleikalista þess. Alls voru 136 keppendur skráðir til leiks og var keppt í flokkum U11-U19. Í yngsta aldursflokknum var aðeins keppt í einliðaleik,

Keppendur úr röðum ÍA náðu góðum árangri á heimavelli. Arnór Valur Ágústsson sigraði í einliðaleik 13 ára og yngri, eftir úrslitaleik gegn félaga sínum Viktori Frey Ólafssyni í A-flokki, Hilmar Veigar Ágústsson ÍA varð annar í B-flokki í þessum aldursflokki í sömu grein.

Sóley Birta Grímsdóttir ÍA varð önnur í einliðaleik 13 ára og yngri í A-flokki.

Í tvíliðaleik 13 ára og yngri sigruðu Skagastrákarnir Arnar Freyr Fannarsson og Arnór Valur Ágústsson.

Sóley Birta Grímsdóttir gerði slíkt hið sama í tvíliðaleik en Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir úr TBS lék með henni.

Sóley Birta sigraði einnig í tvenndarleik í þessum aldursflokki með Arnari Frey Fannarssyni úr ÍA.

Brynjar Már Ellertsson úr ÍA og fyrrum félagi hans úr ÍA, Davíð Örn Harðarson, sem nú leikur fyrir TBR, sigruðu í tvíliðaleik í flokki 19 ára og yngri. Davíð Örn varð annar í einliðaleik í þessum flokki.

Hér að neðan má sjá sigurvegara mótsins í hverri grein fyrir sig.

U11 snáðar

 1. Erik Valur Kjartansson BH
 2. Grímur Eliasen TBR

U11 snótir

 1. Anna Bryndís Andrésdóttir Afturelding
 2. Matthildur Thea Helgadóttir BH

U13 A hnokkar – einliðaleikur

 1. Arnór Valur Ágústsson ÍA
 2. Viktor Freyr Ólafsson ÍA

U13 B hnokkar – einliðaleikur

 1. Stefán Logi Friðriksson BH
 2. Hilmar Veigar Ágústsson ÍA

U13 A tátur – einliðaleikur

 1. Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS
 2. Sóley Birta Grímsdóttir ÍA

U13 B tátur – einliðaleikur

 1. Gréta Theresa Traustadóttir TBR
 2. Rakel Rós Guðmundsdóttir Hamar

U13 hnokkar – tvíliðaleikur

 1. Arnar Freyr Fannarsson ÍA
  Arnór Valur Ágústsson ÍA
 2. Kristófer Davíðsson BH
  Stefán Logi Friðriksson BH

U13 tátur – tvíliðaleikur

 1. Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir TBS
  Sóley Birta Grímsdóttir ÍA
 2. Elín Helga Einarsdóttir BH
  Katla Sól Arnarsdóttir BH

U13 hnokkar/tátur – tvenndaleikur

 1. Arnar Freyr Fannarsson ÍA
  Sóley Birta Grímsdóttir ÍA
 2. Rúnar Gauti Kristjánsson BH
  Katla Sól Arnarsdóttir BH

U15 A sveinar – einliðaleikur

 1. Daníel Máni Einarsson TBR
 2. Arnar Svanur Huldarsson BH

U15 B sveinar – einliðaleikur

 1. Ágúst Páll Óskarsson Afturelding
 2. Ísak Magnússon TBR

U15 meyjar – einliðaleikur

 1. Guðbjörg Skarphéðinsdóttir BH
 2. Rebekka Ösp Aradóttir Afturelding

U15 sveinar – tvíliðaleikur

 1. Daníel Máni Einarsson TBR
  Eiríkur Tumi Briem TBR
 2. Arnar Svanur Huldarsson BH
  Jón Víðir Heiðarsson BH

U15 sveinar/meyjar – tvenndaleikur

 1. Jón Víðir Heiðarsson BH
  Guðbjörg Skarphéðinsdóttir BH
 2. Tómas Orri Hauksson TBR
  Rebekka Ösp Aradóttir Afturelding

U17 A drengir – einliðaleikur

 1. Eiríkur Tumi Briem TBR
 2. Freyr Víkingur Einarsson BH

U17/19 B drengir/piltar – einliðaleikur

 1. Brynjar Karl Birgisson TBR
 2. Van Huy Nguyen TBR

U17 telpur – einliðaleikur

 1. Ragnheiður Birna Ragnarsdóttir TBR
 2. Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

U17 drengir – tvíliðaleikur

 1. Guðmundur Adam Gígja BH
  Jón Sverrir Árnason BH
 2. Freyr Víkingur Einarsson BH
  Þorleifur Fúsi Guðmundsson BH

U15/U17 meyjar/telpur – tvíliðaleikur

 1. Lilja Berglind Harðardóttir BH
  Rakel Rut Kristjánsdóttir BH
 2. Natalía Ósk Óðinsdóttir BH
  Sara Bergdís Albertsdóttir BH

U17 drengir/telpur – tvenndaleikur

 1. Jón Sverrir Árnason BH
  Natalía Ósk Óðinsdóttir BH
 2. Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH
  Rakel Rut Kristjánsdóttir BH

U19 A piltar – einliðaleikur

 1. Gabríel Ingi Helgason BH
 2. Davíð Örn Harðarson TBR

U19 stúlkur – einliðaleikur

 1. Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR
 2. Karolina Prus TBR

U19 drengir – tvíliðaleikur

 1. Brynjar Már Ellertsson ÍA
  Davíð Örn Harðarson TBR
 2. Gabríel Ingi Helgason BH
  Kristian Óskar Sveinbjörnsson BH

U19 stúlkur – tvíliðaleikur

 1. Karolina Prus TBR
  Una Hrund Örvar BH
 2. Björk Orradóttir TBR
  Eva Margit Atladóttir TBR

U19 piltar/stúlkur – tvenndaleikur

 1. Davíð Örn Harðarson TBR
  Júlíana Karitas Jóhannsdóttir TBR
 2. Stefán Árni Arnarsson TBR
  Karolina Prus TBR

Smellið hér til að sjá öll nánari úrslit frá mótinu.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir frá mótinu en þær má finna á facebook síðu Badmintonfélags Akraness