Jónína og Þóra kjörnir prestar við Garða – og Saurbæjarprestakall


Séra Jónína Ólafsdóttir og Þóra Björg Sigurðardóttir eru nýkjörnir prestar við Garða- og Saurbæjarprestakall í Vesturlandsprófastsdæmi sem biskup Íslands auglýsti til umsóknar í desember s.l.

Kjörið fór fram mánudagskvöldið 17. febrúar s.l. á Akranesi.

Framvegis munu því þrír prestar þjóna í Garða- og Saurbæjarprestakalli og munu þeir allir þjóna þeim sóknum er tilheyra prestakallinu sem eru Akranes, Saurbæjar, Leirár og Innra-Hólmssókn.

Sr. Jónína Ólafsdóttir var kjörin í almennt preststarf en Þóra Björg Sigurðardóttir í preststarf með áherslur á barna- og æskulýðsstarf.

Alls bárust sjö umóknir um störfin en 17 manna kjörnefnd úr héraði valdi þær Jónínu og Þóru Björg úr hópi 4 umsækjenda eftir forval matsnefndar um hæfi umsækjenda sem skipuð var af Biskupi Íslands.

Þess má geta að tveir af sjö umsækendum drógu umsóknir sínar til baka.


Sr. Jónína Ólafsdóttir

Sr. Jónína Ólafsdóttir er fædd 14. ágúst 1984. Hún lauk prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands 2017 og BA próf í íslensku með félagsfræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands árið 2008.

Á liðnu ári lauk Jónína diplómanámi á meistarastigi í sálgæslu frá Endurmenntunarstofnun HÍ sem og 90 einingum af 120 til MA prófs í guðfræði.

Jónína hefur gengt ýmsum störfum innan kirkjunna frá árinu 2007 en hefur starfað sem settur prestur í Dalvíkurprestakalli frá 1 okt. 2019. Eiginmaður hennar er Eggert Þröstur Þórarinsson og eiga þau tvo syni.


Þóra Björg Sigurðardóttir

Þóra Björg Sigurðardóttir er fædd 25. janúar 1989. Hún lauk prófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 2019 og BS próf í sálfræði frá Háskóla Íslands 2016. Þóra Björg hefur starfað sem ritari og æskulýðsfullrúi við Grafarvogskirkju frá árinu 2011 en komið að kristilegum störfum frá árinu 2008 m.a. á vegum KFUM&K í sumarbúðunum í Vatnaskógi og Ölver. Þess má geta að Þóra Björg hefur enn sem komið er ekki hlotið vígslu sem prestur. Eiginmaður hennar er Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson. Eiga þau tvö lítil börn og eru búsett á Akranesi.

Eins og áður segir munu þrír prestar þjóna í Garða- og Saurbæjarprestakalli og munu þeir allir þjóna þeim sóknum er tilheyra prestakallinu sem eru Akranes, Saurbæjar, Leirár og Innra-Hólmssókn.

Fyrir er séra Þráinn Haraldsson en hann var kjörin sem sóknarprestur á liðnu ári. Þetta er í fyrsta skiptið sem konur eru kjörnar til prestembæta í Garða – og Saurbæjarprestakalli. Eru því um mikil tímamót að ræða.

Einnig er mjög áberandi hve verðandi prestateymi eru ung að aldri en þau eru öll vel undir fertugu. Það er engu líkarar en að kjörnefnd Garða- og Saurbæjarprestakalls séu að leggja áherslu að yngja verulega upp í sóknarstarfinu á komandi árum.