Skagamaðurinn Ísak Darri með tvenn gullverðlaun á ÓL-matreiðslumeistara


Íslenska kokkalandsliðið vann til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikum matreiðslumeistara sem fram fór í borginni Stuttgart í Þýskalandi.

Ólympíuleikarnir, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnar keppnin 25 ára afmæli.

Skagamaðurinn Ísak Darri Þorsteinsson var hluti af þessu gríðarlega sterka keppnisliði en hann var að þessu sinni í „aðalliðinu.“

Ísak Darri, sem er fæddur árið 1998, hefur á undanförnum árum verið aðstoðarmaður í stórum alþjóðlegum keppnum matreiðslumeistara.

Í þessari keppni mætast um 2.000 af færustu matreiðslumeisturum heims sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Alls tóku lið frá 60 þjóðum á ÓL að þessu sinni.

Kokkalandsliðið hefur æft gríðarlega vel síðustu 8 mánuði fyrir keppnina og það skilað frábærum árangri. Íslenska landsliðið keppti í tveimur greinum, „Chef´s table“ og „Hot Kitchen.

Ísak Darri er sjötti frá vinstri á þessari liðsmynd.

Liðið hefur á síðustu árum raðað inn gullverðlaununum á alþjóðlegum mótum sem hefur tryggt þeim stöðu eins fremsta landsliðs í heimi.

Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið setti upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Þá er ótalið það hráefnið sem flut var á staðinn en Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina.

Íslenska kokkalandsliðið hefur síðustu ár skipað sér meðal þeirra færustu í matreiðslu og er nú meðal sex bestu kokkalandsliða heims.

Í landsliðinu eru: Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari Kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng.

Auk þess fóru með út aðstoðarmenn: Ari Þór Gunnarsson, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Dagur Hrafn Rúnarsson, Guðmundur Halldór Bender, Kristján Örn Hansson, Valur Bergmundsson, Jón Þór Friðgeirsson, Ragnar Marinó Kjartansson og Ívar Kjartansson.

Nánar um keppnina hér:

Ættartréð:

Móðir Ísaks Darra er Ragnhildur Ólafsdóttir sem er fædd á Akranesi árið 1977. Eiginmaður hennar er Birgir Guðmundsson.
Afi og amma Ísaks Darra í móðurætt voru þau Ólafur Bragi Theodórsson og Júlía Baldursdóttir.
Ólafur lést árið 2007 og Júlía lést árið 2013.
Systkini Ragnhildar eru Baldur (fæddur 1964) og Guðrún Ellen (1965). Faðir Ísaks Darra er Þorsteinn Böðvarsson en hann er búsettur á Englandi og sambýliskona hans er Guðrún María Nolan.

https://www.instagram.com/p/B8Zgu_lAIIs/?utm_source=ig_web_copy_link