Erik Heiðar Guðbergsson hefur vakið athygli á Englandi fyrir knattspyrnuhæfileika sína. Erik er 12 ára gamall og á hann ættir að rekja á Akranes en fjölskylda hans flutti til Englands fyrir fimm árum.
Erik var eftirsóttur af mörgum enskum liðum, má þar nefna Leeds, Barnsley, Rotherham, Sheffield United en hann valdi að ganga í raðir Sheffield Wednesday.
Í gær lék hann með liði sínu og var sá leikur eftirminnilegur fyrir Erik. Hann var með fyrirliðabandið og skoraði mark.
Erik er ekki fyrsti Skagamaðurinn sem leikur með Sheffield Wednesday því Sigurður Jónsson hóf atvinnumannaferil sinn með liðinu árið 1984 og lék með liðinu fram til ársins 1989.
Foreldrar Erik eru Guðbergur H. Valgeirsson og Lilja Dögg Guðmundsdóttir en þau eru bæði frá Akranesi. Erik á ömmur hans og afar búa einnig á Akranesi, en þau eru Sigríður S. Sæmundsdóttir, Valgeir Sigurðsson, Ingibjörg Eygló Jónsdóttir og Guðmundur Sæmundsson.