Akraneshöll fær upplyftingu með meistaramyndum


Haraldur Sturlaugsson sendi nýverið erindi til Akraneskaupstaðar þar sem að hann óskar eftir því að fá að setja upp myndasafn af öllum Íslands – og bikarmeisturum allra flokka ÍA í knattspyrnu í Akraneshöll.

Hugmyndin er að setja upp liðsmyndir af þeim sem hafa náð slíkum árangri allt frá árinu 1946.

Hér má sjá Íslandsmeistaralið ÍA í 5. flokki karla frá árinu 1980.

Erindið var tekið fyrir á fundi skóla – og frístundaráðs sem vísaði því til afgreiðslu í skipulags – og umhverfisráðs.

Á fundi skipulags – og umhverfisráðs var tekið jákvætt í erindið og verða myndirnar hengdar upp í samráði við forstöðumann íþróttamannvirkja og rekstrarstjóra áhaldahúss.