Áhugaverð umfjöllun um Akranes á sjónvarpsstöðinni Hringbraut


Akranes var til umfjöllunar í þættinum Fasteignir og Heimili sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þátturinn er í umsjón Sjafnar Þórðardóttur.

Rætt var við mæðgurnar Soffía Sóley Magnúsdóttir og Ragnheiður Rún Gísladóttir frá Fasteignamiðlun Vesturlands við Kirkjubraut 40 á Akranesi.

Rætt var við Hilmar Ólafsson veitingamann í Galito og þriðja innslagið í þættinum er frá Kaffi Kaju.

Karen Emilía Jónsdóttir eigandi Kaffi Kaju sagði einnig frá því helsta sem er að gerast í fyrirtæki hennar.

Hægt er að sjá þáttinn með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/thaettir/fasteignir-og-heimili/fasteignir-og-heimili-24-februar-2020?fbclid=IwAR07-jbX-QfmGknfMC7CLQ4s5HDL2tJg8Iexxe3tDhS3BuN_mObT8Xhjk6g

Þátturinn Heimili og Fasteignir hefur verið á dagskrá á Hringbraut frá því í nóvember árið 2018.