Nóg um að vera og flottur árangur hjá klifrurum úr ÍA


Bikarmeistarmót Íslands í klifri fór fram um s.l. helgi þar sem að keppt var í C-flokki. Undankeppnin var erfið og þar sýndu klifrarar úr röðum ÍA styrk sinn. Sex stigahæstu keppendurnir fóru áfram í úrslit. Skagamenn fylltu öll þau sæti, fjórar stúlkur og tveir drengir úr ÍA, komust í úrslit.

Í úrslitakeppninni náði Þórkatla Þyrí Sturludóttir frábærum árangri og „stal sigrinum. á síðustu leið keppninnar.“ Tinna Rós Halldórsdóttir varð þriðja og var aðeins hársbreidd frá því að enda í öðru sæti.

Á sunnudegi mættu yngri hópar Klifurfélags ÍA til leiks á Skemmtimóti ÍA og spreyttu sig á verkefnum á klifurveggnum, ásamt klifrurum frá Laugarvatni og Reykjavík.

Helginni lauk svo með landsliðsæfingu fyrir A- og B-flokk en þessi hópur er á leiðinni til þátttöku á Norðurlandamótinu i grjótglímu sem fram fer helgina 14-15 mars í Kaupmannahöfn. Frá Klifurfélagi ÍA fara þær Briimrún Eir Óðinsdóttir í ungmennaflokki, og Sylvía Þórðardóttir í B-flokki.

Landsliðshópur A-og B flokkur.

Næstu helgi verður Bikarmeistarmót fyrir eldri flokka haldið í Klifurhúsinu í Reykjavík en þar mætir ÍA til leiks með fimm keppendur.