Verður uppbyggingu við Jaðarsbakka flýtt um eitt ár?


Í þriggja ára fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar er gert ráð fyrir 500 milljónum kr. í uppbyggingu á íþróttasvæðinu við Jaðarsbakka, en þær framkvæmdir eiga að fara af stað á árunum 2022 og 2023.

Margir hafa gagnrýnt þá ákvörðun að fara ekki fyrr af stað í framkvæmdir við Jaðarsbakka. Og þessi óánægja virðist hafa ratað inn á borð bæjarráðs. Í fjárhagsáætlun 2020 var gert ráð fyrir 500 milljónum kr. í Jaðarsbakkaverkefnið á árunum 2022-2023.

Á síðasta fundi bæjarráðs Akraness var samþykkt að fela bæjarstjóra og fjármálasviði það verkefni að meta rekstraráhrif af flýtingu fyrirhugaðra framkvæmda á Jaðarsbökkum.

Markmiðið væri þá að hönnun svæðisins gæti farið fram á þessu ári og uppbygging hafist á árinu 2021 eða einu ári fyrr en upphaflega var áætlað.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/12/05/jadarsbakkaverkefnid-faer-500-milljonir-kr-a-arunum-2022-2023/
http://localhost:8888/skagafrettir/2019/02/20/styttist-i-ad-tillogur-um-uppbyggingu-a-jadarsbokkum-verdi-opinberadar/