Karlalið ÍA náði góðum úrslitum í gær í Lengjubikarkeppni KSÍ í knattspyrnu. ÍA lék gegn Leikni frá Reykjavík í Akraneshöllinni. ÍA er í efstu deild, PepsiMax-deildinni, en Leiknir er í næst efstu deild.
Tryggvi Hrafn Haraldsson fór á kostum í 4-1 sigri ÍA en framherjinn skoraði þrennu. Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA varð vítaspyrnu og Viktor Jónsson skoraði eitt mark fyrir ÍA.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan í frábærri samantekt frá snillingunum á ÍATV.