Gríðarleg eftirspurn eftir þremur lóðum – 60 umsóknir en hverjir höfðu heppnina með sér?


Mikil eftirspurn er eftir þeim lóðum sem eru í boði fyrir nýbyggingar á Akranesi.

S.l. föstudag var þremur lóðum úthlutað með formlegum hætti í bæjarþingsalnum hjá Akraneskaupstað. Um var að ræða tvær raðhúsalóðir þar sem má byggja alls átta hús, og ein parhúsalóð. Samtals eru þetta tíu hús sem verða byggð á þessum lóðum.Eins og áður segir var gríðarleg eftirspurn eftir lóðunum en alls bárust 60 umsóknir um þessar þrjár lóðir. Eftirtaldir aðilar fengu úthlutað lóðunumí útdrættinum s.l. föstudag.

Akralundur 8-14 (raðhúsalóð)
1. Björg fasteignafélag (lóðahafi)
2. Trésmiðjan Akur (til vara)
3. Ylur (til vara)Akralundur 20-26 (raðhúsalóð)
1. Ylur (lóðahafi)
2. Lagna og vélahönnun. (til vara)
3. HM Pípulagnir (til vara)Akralundur 16-18 (parhúslóð)
1. Albert Páll og Markús (lóðahafi)
2. Petra E og Ásta Björg (til vara)
3. Stefán Kr. Teitsson og Örlygur Stefánsson. (til vara)