Nýverið greindi Fimleikasamband Íslands frá þjálfarahóp Íslands fyrir Evrópumótin 2020 í hópfimleikum.
Þórdís Þráinsdóttir, yfirþjálfari Fimleikafélags Akraness, er í þjálfarateymi blandaðs liðs unglinga.
Yfirmaður verkefnisins er framkvæmdastjóri FSÍ, Sólveig Jónsdóttir en daglegur rekstur og umsjón þess er á höndum afreksstjórans, Írisar Mistar Magnúsdóttur.
Yfirþjálfarar verkefnisins, með faglega stjórn og uppbyggingu, eru þau Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, en þau eru meðal reyndustu þjálfara Íslands með feril sem skartar tveimur Evrópumeistaratitlum.
Evrópumótið verður haldið í Ballerup Super Arena, í Kaupmannahöfn í Danmörku dagana 14.-17. október 2020.
Fimleikasambandið stefnir á að senda tvö fullorðinslið á mótið, kvennalið og blandað lið fullorðinna og tvö unglingalið, stúlknalið og blandað lið unglinga.