Sögulegur sigur Íslands gegn stórþjóð í knattspyrnuLandslið kvenna skipað leikmönnum 19 ára og yngri í knattspyrnu náði sögulegum árangri í gær undir stjórn Skagamannsins Þórðar Þórðarsonar.

Liðið sigraði Þýskaland 2-0 á æfingamóti sem fram fer á La Manga á Spáni. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland leggur stórlið Þýskalands að velli í þessum aldursflokki.

Ísland hefur unnið alla þrjá leiki sína á æfingamótinu.

Ída Marín Hermannsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum, en þetta var í fyrsta sinn sem U19 kvenna vinnur Þýskakland.

Ísland vann því alla þrjá leiki sína á La Manga, gegn Sviss (4-1), Ítalíu (7-1) og Þýskalandi (2-0).

Næsta verkefni liðsins eru milliriðlar undankeppni EM 2020, en þar er liðið með Hollandi, Skotlandi og Rúmeníu í riðli og verður sá riðill leikinn í apríl.