Ísland í öðru sæti á Pinatar-mótinu undir stjórn Jóns Þórs



Kvennalandsliðs Íslands undir stjórn Skagamannsins Jóns Þórs Haukssonar náði fínum árangri á Pinatar-mótinu sem fram fór á Spáni.

Alls lék Ísland þrjá leiki á þessu móti. Liðið hafnaði í öðru sæti eftir 1-0 sigur gegn Norður-Írlandi og Úkraínu og 0-1 tap gegn Skotlandi.

Í lokaumferðinni mætti Íslandi liði Úkraínu. Skotar stóðu uppi sem sigurvegarar á þessu móti.

Hallbera Guðný Gísladóttir, sem hóf feril sinn með ÍA, var í lykilhluverki í liðinu að venju en hún leikur með Val.

Skagakonan Margrét Ákadaóttir kom einnig við sögu í þessari ferð en hún er í hlutverki liðsstjóra.