Eyleifur ráðinn sem yfirmaður landsliðsmála hjá Sundsambandi ÍslandsSkagamaðurinn Eyleifur Ísak Jóhannesson var í dag ráðinn sem yfirmaður landsliðsmála hjá Sundsambandi Íslands.

Eyleifur hefur á undanförnum árum skipað sér í fremstu röð sundþjálfara á alþjóðlegum vettvangi – og þjálfað sundfólk á heimsklassa.

Frá árinu 2007 hefur Eyleifur þjálfað sundlið Álaborgar í Danmörku.
Þar hefur hann gengt yfirþjálfarastöðu hjá Aalborg Svømmeklub.

Á heimasíðu Sundsambandsins segir m.a. að sambandið hafi unnið undanfarið að stefnumótunarvinnu með það að markmiði að byggja upp markvisst afreksstarf. Þar er lögð áhersla á að fjölga iðkendum hér á landi. Samhliða landsliðsstarfinu mun Eyleifur koma að þeirri vinnu.

Eyleifur klárar tímabilið hjá Álaborg og hefur störf fyrir SSÍ þann 1. ágúst nk. SSÍ hlakkar mikið til að vinna með Eyleifi í þeirri uppbyggingu sem framundan er.

Nánar á vef Sundsambands Íslands.