Myndband: Svona er staðan í 11-12 metra ölduhæð á Bjarna ÓlafssyniEins og áður hefur komið fram hafa skipverjar á Bjarna Ólafssyni AK 70 verið að störfum við erfiðar aðstæður á Porcupine banka við strendur Írlands.

Veðrið hefur verið mjög slæmt á þessum slóðum undanfarna daga eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan sem lýsir stöðunni vel.

„Þetta er orðið ágætt af brælum. Það eru 9 sólarhringar síðan við fórum að heiman. Veiðafærin hafa verið í gangi í 13 tíma á þessum 9 dögum, ölduhæðin hefur veirð 11-12 metrar og erfiðar aðstæður. Það mun hægja á veðrinu á næstunni,“ segir í færslu á fésbókarsíðu Bjarna Ólafssonar AK 70.