Kallabakarí bregst við breyttum aðstæðum með ýmsum aðgerðum



Fyrirtæki á Akranesi bregðast hratt við þeim aðstæðum sem upp eru komnar á Íslandi og heimsbyggðinni allri varðandi Covid-19 veirunnar.

Þar á meðal er Kallabakarí þar sem að fjölmargir koma við á hverjum einasta degi.

Í tilkynningu frá Kallabakarí kemur fram að ekki verði boðið upp á súpu dagsins í þessari viku en tilkynningin er í heild sinni hér fyrir neðan.

Í ljósi aðstæðna höfum við í Kallabakarí ákveðið að vera ekki með súpu dagsins þessa vikuna. Ákveðið hefur verið að fækka borðum í salnum og fært lengra á milli borða til þess að virða samkomubannið sem hefur verið sett á. Opnunartími er eins og venjulega, 07-17.30 á virkum dögum og 08-16 um helgar. Verið hjartanlega velkomin