Fyrrum samstarfsmaður Ole Gunnar Solskjær nýr þjálfari hjá ÍA


Fannar Berg Gunnólfsson er nýr þjálfari í yngri flokkum Knattspyrnufélags ÍA, Gengið var frá ráðningu hans nýverið.

Fannar Berg er Njarðvíkingur en hann hefur mikla reynslu í þjálfun, meðal annars hefur starfað í Noregi síðustu 6 ár.

Fannar þjálfaði m.a. lið Staal sem leikur í þriðju deild í Noregi. Hann var um tíma unglingaþjálfari hjá stórliðinu Molde – og sá m.a. um að leikgreina leiki fyrir aðallið félagsins.

Á þeim tíma var Ole Gunnar Solskjær þjálfari Molde en hann er í dag framkvæmdastjóri enska stórliðsins Manchester United.

Í frétt Víkurfrétta frá árinu 2016 segir að Ole Gunnar hafi haft miklar mætur á störfum Fannars sem sérfræðingur í leikgreiningum.